
Kaldhæðið leikhúsverk sem samanstendur af hugmyndum, tilfinningum og leikgleði í kringum kaffimenningu samtímans, en verkið sækir innblástur í póstmódernískan trúðleik.
Þetta tíu mínútna stuttverk nýtir dans, söng, spuna og súrrealískan stíl til að grípa áhorfendan með sér.
Skapað í samstarfi við leikhópinn Nonsuch og sett upp við Battersea Arts Centre við Scratch hátíðina, apríl 2013.
Heillandi frammistaða
Ég elska hvað þetta er klikkað verk.
Nákvæmlega minn leikhússtíll.
HÖNNUÐIR/LEIKARAR
Anna Korolainen
Eva Sólveig
Edward Boott